Ferdinand Marcos
Ferdinand Marcos
Kínverska landhelgisgæslan hefur nú tök á að fangelsa erlenda ríkisborgara á Suður-Kínahafi eftir innleiðingu nýrrar löggjafar. Kína telur nær allt Suður-Kínahaf tilheyra landhelgi sinni þrátt fyrir tilkall fjölda ríkja í Austur-Asíu til þess, en…

Kínverska landhelgisgæslan hefur nú tök á að fangelsa erlenda ríkisborgara á Suður-Kínahafi eftir innleiðingu nýrrar löggjafar. Kína telur nær allt Suður-Kínahaf tilheyra landhelgi sinni þrátt fyrir tilkall fjölda ríkja í Austur-Asíu til þess, en þar á meðal má nefna Víetnam, Malasíu, Brúnei og Filippseyjar.

Yfirvöld á Filippseyjum hafa áður sagt framferði Kína á hafinu óásættanlegt. Ferdinand Marcos, forseti Filippseyja, sagði í síðasta mánuði reglurnar áhyggjuefni þegar kemur að stigmögnun á svæðinu. Yfirvöld í Bandaríkjunum fordæmdu nýju löggjöfina í Kína og sögðu hana stuðla að stigmögnun og ógna friði á svæðinu. Yfirvöld í Kína segja lögin vera til þess gerð að stuðla að öryggi á hafinu.