Ný leikgerð af verðlaunaskáldsögu rithöfundarins Auðar Övu Ólafsdóttur, Ungfrú Ísland (2018), mun líta dagsins ljós í janúar á næsta ári. Með hlutverk sögupersónanna Heklu, Jóns Johns og Íseyjar fara Íris Tanja Flygenring, Fannar Arnarsson og Birna Pétursdóttir

Ný leikgerð af verðlaunaskáldsögu rithöfundarins Auðar Övu Ólafsdóttur, Ungfrú Ísland (2018), mun líta dagsins ljós í janúar á næsta ári. Með hlutverk sögupersónanna Heklu, Jóns Johns og Íseyjar fara Íris Tanja Flygenring, Fannar Arnarsson og Birna Pétursdóttir. Leikstjóri er Gréta Kristín Ómarsdóttir og höfundur leikgerðar er Bjarni Jónsson. Leikmynd hannar Kristinn Arnar Sigurðsson, Filippía Elísdóttir sér um búninga og Unnsteinn Manúel gerir hljóðmynd.