Sigurður Gísli Pálmason
Sigurður Gísli Pálmason
Hagnaður Dexter fjárfestinga ehf. nam á síðasta fjárhagsári um 2,6 mö.kr. og jókst um tæpar 170 m.kr. á milli ára. Fjárhagsár félagins nær frá 1. september til 31. ágúst. Dexter er sem kunnugt er að fullu í eigu Sigurðar Gísla Pálmasonar athafnamanns, sem oft er kenndur við Hagkaupsfjölskylduna

Hagnaður Dexter fjárfestinga ehf. nam á síðasta fjárhagsári um 2,6 mö.kr. og jókst um tæpar 170 m.kr. á milli ára. Fjárhagsár félagins nær frá 1. september til 31. ágúst. Dexter er sem kunnugt er að fullu í eigu Sigurðar Gísla Pálmasonar athafnamanns, sem oft er kenndur við Hagkaupsfjölskylduna. Eigið fé félagsins í lok fjárhagsársins var tæpir 12 ma.kr. samkvæmt efnahagsreikningi. Félagið mun greiða einn milljarð króna í arð fyrir fjárhagsárið, líkt og það gerði fyrir tvö síðustu fjárhagsár. Rekstrarkostnaður Dexter er aðeins um 91 m.kr., þar af um 49 m.kr. vegna launa. Þrír starfsmenn starfa fyrir félagið.

Dexter fjárfestingar heldur utan um ýmsar eignir í skráðum og óskráðum hlutabréfum og skuldabréfum. Félagið á meðal annars 100% hlut í Jarðstöðinni ehf., helmingshlut í i8 Galleríi og tæplega helmingshlut í i8 myndlist, um þriðjungshlut í Sjávarfossi og helmingshlut í Eignarhaldsfélaginu Skip.

Stærsta eign félagsins er þó helmingshlutur í Eignarhaldsfélaginu Hofi ehf., sem Sigurður Gísli á til móts við bróður sinn, Jón Pálmason. Bókfært virði Hofs er um 8,7 ma.kr. í ársreikningi Dexter. Hof á meðal annars Miklatorg ehf., sem rekur IKEA hér á landi, auk þess að reka IKEA-verslanir í Eystrasaltsríkjunum.