Á Boðnarmiði yrkir Eyjólfur Ó. Eyjólfsson limruna HEIMSÓKN:
Kölski með kviðfullan maga
af ýmsum vill æruna naga
og hann sat hér í gær
með sótsvartar klær
og sötraði kaffi frá Braga.
Ólafur Stefánsson segist ekki halda að Samfó og Sjálfstæðis nái saman í næstu ríkisstjórn:
Vegurinn varla er greiður
til vinskapar, krata í hreiður
þegar Bjarni’ er með spott
búralegt glott
og Logi svo logandi reiður.
Friðrik Dagur Arnarson skrifar: „Einhver af kennurum mínum í MA sagði einhvern tímann að við ættum að velta því fyrir okkur þegar við læsum róg og níð, að í ansi mörgum tilfellum væri tilgangur þeirra sem slíkt létu frá sér sá að upphefja sjálfa sig á kostnað þeirra sem þeir væru að tala illa um. Með því að draga fram hvað aðrir væru ómerkilegir væru þeir fyrst og fremst að benda öllum á að þetta ljóta gilti alls ekki um þá sjálfa. Í samfélgasmiðlaumræðum fyrir forsetakosningarnar rifjaðist þetta upp og þá fylgdi þetta á eftir“:
Ólmast þeir í erg og gríð
með eymd í sálartetri
sem alltaf þurfa að yrkja níð
og öðrum þykjast betri.
Ég var að fletta gömlum Munin, skólablaði MA, og rakst þar á „Atómvísur Æra-Tobba“ eftir Ara Jósefsson:
Þambara skrambara skrítin er þessi veröld:
Sumir deyja úr sulti hér
en sumra fyllast gulli ker;
skíragulli skálka fyllast keröld.
Prangara mangara maður er hér á glugga.
„Við skulum ekki hafa hátt“
heldur tauta ofurlágt:
agara gagara ambrum bramb og skrugga.
Fuglalimran „Frjáls fjölmiðlun“ eftir Pál Jónasson í Hlíð:
Stelkur á símastaur situr
og sögur úr stríðinu flytur
um hryðjuverk Spóans
og hreystiverk Kjóans
og um það hvað Örninn sé vitur.
Davíð Hjálmar Haraldsson gekk á Kerlingu, hæsta fjall í byggð á Norðurlandi, og kvað þegar upp var komið:
Takmarkinu tókst að ná
með töf við nokkra staði.
Kerlingu nú er ég á
í einu svitabaði.
vóru öngum þungbærar,¶við ljóðasöng og sögurnar¶söfnuðust föngin unaðar.¶Fuglalimran Tímafuglinn eftir Pál Jónasson í Hlíð:¶Í klukkunni gaukurinn galar¶og gefur til kynna að dvalar-¶stundunum fækki¶og í staupinu lækki,¶en blekkingin brosir og hjalar.¶Páll Ólafsson kvað:¶Þótt ævin líði eins og ský¶sem æstir vindar bera¶hverju finnst mér elífð í¶augnabliki vera.¶Öfugmælavísan:¶Í eldi sviðna engin hár,¶ísinn logar vatna,¶eitur er gott í öll þau sár¶sem eiga fljótt að batna.¶Halldór Blöndal.