Djasskonurnar Kristjana Stefáns, Rebekka Blöndal, Silva Þórðardóttir, Gulla Ólafs og Sigrún Erla Grétarsdóttir halda tónleika í Salnum í Kópavogi annað kvöld, 19. júní, kl. 20. Tilefnið er kvenréttindadagurinn og munu þær því flytja „tónlist…
Djasskonurnar Kristjana Stefáns, Rebekka Blöndal, Silva Þórðardóttir, Gulla Ólafs og Sigrún Erla Grétarsdóttir halda tónleika í Salnum í Kópavogi annað kvöld, 19. júní, kl. 20. Tilefnið er kvenréttindadagurinn og munu þær því flytja „tónlist eftir konur eða sem tengist konum í brakandi ferskum djassútsetningum“. Á efnisskránni verða meðal annars lög eftir Emilíönu Torrini, Björk, JFDR, Flott, GDRN og Bergþóru Árna. Hljómsveitina skipa Tómas Jónsson, Rögnvaldur Borgþórsson, Birgir Steinn Theódórsson og Svanhildur Lóa Bergsveinsdóttir.