Ingrida Šimonyte
Ingrida Šimonyte
Það er siðferðisleg skylda vestrænna lýðræðisríkja að styðja Úkraínumenn í vörn þeirra gegn innrás Rússa, stórra ríkja sem smárra, segir Ingrida Šimonyte, forsætisráðherra Litháens, í viðtali við Morgunblaðið

Ellen Geirsdóttir Håkansson

ellen@mbl.is

Það er siðferðisleg skylda vestrænna lýðræðisríkja að styðja Úkraínumenn í vörn þeirra gegn innrás Rússa, stórra ríkja sem smárra, segir Ingrida Šimonyte, forsætisráðherra Litháens, í viðtali við Morgunblaðið.

Þar fyrir utan sé það þeim mikið hagsmunamál að yfirgangur Pútíns Rússlandsforseta sé stöðvaður áður en hann breiðist frekar út.

„Mikilvægustu burðarstoðirnar til þess að smá ríki geti blómstrað eru alþjóðalög, og að alþjóðalög og samþykktirnar sem hafa búið til þær skorður sem farið er eftir séu virt. Sérstaklega varðandi það að landamæri séu ekki endurteiknuð vegna séróska einhvers eða mismunandi skilnings á því hvað tilheyri hverjum.“

Šimonyte segir gott tvíhliða samstarf einmitt ríkja á milli Litháens og Íslands og Norðurlandanna almennt. Gildi þjóðanna séu svipuð og þær sammála um margt sem skipti máli. Þá hafi norrænu þjóðirnar aðstoðað Litháen svo um munaði þegar ríkið hafi þurft að byggja sig upp á ný, en nú reyni enn á vegna vopnaskaks Pútíns. » 11

Höf.: Ellen Geirsdóttir Håkansson