Logi Einarsson
Logi Einarsson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Á föstudag afgreiddi Alþingi loks frumvarp um hælisleitendur. Og ekki seinna vænna, svo freklega sem lagaheimildir í þeim efnum hafa verið misnotaðar á liðnum árum. Fyrir því virtist enda vera komin ný samstaða allra flokka á þingi, nema auðvitað Pírata sem að venju eru sér á sínum sjóræningjabáti

Á föstudag afgreiddi Alþingi loks frumvarp um hælisleitendur. Og ekki seinna vænna, svo freklega sem lagaheimildir í þeim efnum hafa verið misnotaðar á liðnum árum.

Fyrir því virtist enda vera komin ný samstaða allra flokka á þingi, nema auðvitað Pírata sem að venju eru sér á sínum sjóræningjabáti.

Um það höfðu menn sérstaklega orð Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, sem í febrúar sagði hælisleitendakerfið ósjálfbært, Ísland ætti ekki að skera sig úr frá Norðurlöndum, opin landamæri samrýmdust ekki velferðarkerfinu og lýsti skilningi á „lokuðum búsetuúrræðum“.

Annað kom þó á daginn við lokaafgreiðsluna. Þá steig Logi Einarsson þingflokksformaður fram og sagði frumvarp dómsmálaráðherra hafa fallið á prófinu varðandi „skilvirkni og mannúð“, að flokkur sinn væri á móti takmörkunum á rétti til fjölskyldusameiningar flóttafólks og Samfylkingin myndi því sitja hjá!

Hvers konar pólitík er nú það? Kristrún Frostadóttir hafði ekki einu sinni fyrir því að gera grein fyrir skoðun sinni en lét sig hafa það að mæta til að sitja hjá. Kristrún segist taka mark á áhyggjum almennings og líta ástandið grafalvarlegum augum, en lokar þeim svo. Kjósendur þurfa skýrari svör frá Samfylkingu en já já, nei nei og pass.