— Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Áætlaður fjöldi hrefna í hafinu í kringum Ísland er um 43.000 og fjöldi langreyða um 43.000, en heildarfjöldi tann- og skíðishvala á þessu svæði er áætlaður um 850.000 (tannhvalir 740.000 og skíðishvalir um 110.000)

Áætlaður fjöldi hrefna í hafinu í kringum Ísland er um 43.000 og fjöldi langreyða um 43.000, en heildarfjöldi tann- og skíðishvala á þessu svæði er áætlaður um 850.000 (tannhvalir 740.000 og skíðishvalir um 110.000). Þessi fjöldi étur 13-15 milljón tonn á ári og mest uppsjávartegundir eins og loðnu, síld og makríl ásamt átu og svifi.

Þetta er eflaust ástæða þess að lítið er af þessum tegundum í sjónum, þar sem hvalir hafa verið friðaðir um langan tíma og fjölgað sér mikið. Að veiða 150 langreyðar hefur því engin áhrif á stofninn.

Veiddar eru tugþúsundir laxfiska ár hvert með mjög kvalafullum dauðdaga og sumum sleppt helsærðum og þykir þetta dýraníð mikið sport.

Vanda verður allan umgang um málleysingja á landi, lofti og legi.

Ragna Garðarsdóttir.