Norður
♠ ÁK8642
♥ K9743
♦ 8
♣ K
Vestur
♠ G9753
♥ D86
♦ KG
♣ G109
Austur
♠ D
♥ G1052
♦ 754
♣ 87432
Suður
♠ 10
♥ Á
♦ ÁD109632
♣ ÁD65
Suður spilar 6♦.
„Ég sló þessu upp í alfræðiritinu og það er víst best að svína drottningunni.“ Óskar ugla var að velta fyrir sér trompíferðinni í 6♦. Samkvæmt því mikla riti er sjónarmun betra að svína drottningunni en tíunni, því þannig má ráða við blankan gosa í bakhönd. Kóngur blankur breytir engu.
„En þá er aðeins hálf sagan sögð.“ Óskar hafði séð spilið í The Bridge World þar sem það var sett upp sem tveggja handa úrspilsþraut með laufgosa út.
„Ha-ha.“ Gölturinn áttaði sig strax á gildrunni: „Ef við svínum strax í tígli kemur spaði til baka og þá trompar austur seinni háspaðann. Nei, við verðum að fara heim á hjartaás, inn í borð á spaða og henda laufi í hjartakóng. Spila svo tígli á drottninguna. – Þetta er spil fyrir prósentufíkla. Það eru sex spaðar úti og sjö hjörtu og því er betra að treysta á hjartað.“