Hraðakstur Íbúar í Mosfellsdal hafa fengið sig fullsadda af hraðakstri.
Hraðakstur Íbúar í Mosfellsdal hafa fengið sig fullsadda af hraðakstri. — Ljósmynd/Aðsend
Íbúar í Mosfellsdal hafa brugðið á það ráð að mála hámarkshraða á veg til að aðstoða Vegagerðina. Í tilkynningu sem barst Morgunblaðinu segir að íbúum sé nóg boðið af hraðakstri og þeir hafi í mörg ár kallað eftir aðgerðum til að bæta umferðaröryggi

Íbúar í Mosfellsdal hafa brugðið á það ráð að mála hámarkshraða á veg til að aðstoða Vegagerðina. Í tilkynningu sem barst Morgunblaðinu segir að íbúum sé nóg boðið af hraðakstri og þeir hafi í mörg ár kallað eftir aðgerðum til að bæta umferðaröryggi.

Þá segja þeir fjárskort Vegagerðarinnar hafa náð hámarki og að ekki hafi tekist að sinna viðeigandi og nauðsynlegu viðhaldi, en líða er farið á sumarið og fjöldi ferðamanna á vegum hefur aukist samhliða því.

Margir lögðu leið sína að Þingvöllum nú um helgina í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldisins. Ein leiðanna til Þingvalla liggur í gegnum Mosfellsdal, með tilheyrandi hraðakstri.