Grísk stjórnvöld gagnrýndu í gær frétt breska ríkisútvarpsins, BBC, þar sem strandgæslan í Grikklandi var sökuð um að hafa valdið dauða tuga flóttamanna sem hafa ferðast yfir Miðjarðarhafið. Þá neituðu Grikkir einnig ásökunum BBC um að þeir hefðu brotið gegn alþjóðalögum

Grísk stjórnvöld gagnrýndu í gær frétt breska ríkisútvarpsins, BBC, þar sem strandgæslan í Grikklandi var sökuð um að hafa valdið dauða tuga flóttamanna sem hafa ferðast yfir Miðjarðarhafið. Þá neituðu Grikkir einnig ásökunum BBC um að þeir hefðu brotið gegn alþjóðalögum.

Í frétt BBC segir að 43 flóttamenn hafi farist í Eyjahafi eftir að hafa verið vísað frá af grísku strandgæslunni á tímabilinu frá maí 2020 til maí 2023. Pavlos Marinakis, talsmaður grísku ríkisstjórnarinnar, þvertók fyrir þessar fullyrðingar og sagði að þær hefðu á engan hátt hafa verið sannaðar.

Talsmenn BBC segja mikla rannsóknarvinnu standa ásökunum sínum að baki, svo sem upplýsingar frá grískum fjölmiðlum og félagasamtökum, svo og viðtöl við sjónarvotta.