Forsætisráðherra Bjarni Benediktsson flutti hátíðarávarp í gær.
Forsætisráðherra Bjarni Benediktsson flutti hátíðarávarp í gær. — Morgunblaðið/Eyþór
„Það þurfti kjark og óbilandi trú á framtíðarmögu­leika ís­lensku þjóðar­inn­ar til að berj­ast fyr­ir full­veld­inu og stofn­un lýðveld­is í fram­hald­inu,“ sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra í hátíðarræðu sinni í tilefni þjóðhátíðardagsins á Austurvelli í gær

„Það þurfti kjark og óbilandi trú á framtíðarmögu­leika ís­lensku þjóðar­inn­ar til að berj­ast fyr­ir full­veld­inu og stofn­un lýðveld­is í fram­hald­inu,“ sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra í hátíðarræðu sinni í tilefni þjóðhátíðardagsins á Austurvelli í gær.

„Það er sann­ar­lega til­efni til að gleðjast á þess­um tíma­mót­um þegar við fögn­um 80 árum frá stofn­un lýðveld­is­ins þann 17. júní 1944, á fæðing­ar­degi Jóns Sig­urðsson­ar.“

Í ræðu sinni sagði Bjarni lýðveldissögu Íslands hafi einkennst af stórtækum framförum á öllum sviðum. Hann sagði drifkrafta framfaranna hafa verið sjálfstæði og fullveldi þjóðarinnar, lýðræði, frelsi til orðs og æðis, menntun, sjálfbær nýting auðlinda, alþjóðasamvinna og friður í heimalandi.

Enn fremur sagði Bjarni lýðræði vera sverð og skjöld þjóðarinnar gegn ytri og innri ógn.

„Tök­um hönd­um sam­an um að viðhalda og verja ávallt get­una til að skipt­ast á skoðunum á op­inn og hrein­skipt­inn hátt. Gæt­um þess einnig að láta ekki ólík viðhorf og nýj­ar áskor­an­ir jafn­vel draga úr okk­ur kjarkinn til frjálsra skoðana­skipta og til að taka ákvarðanir fyr­ir framtíðina.“

„Það fyll­ir okk­ur stolti að líta um far­inn veg, huga að öllu því sem þjóðin hef­ur áorkað á 80 árum. Við skul­um gleðjast og við skul­um fagna. Á morg­un held­ur starf okk­ar allra áfram við að gera enn bet­ur fyr­ir framtíðarkyn­slóðir. Ég óska okk­ur öll­um til ham­ingju með 80 ára af­mælið,“ sagði Bjarni að lokum.