Sextán Íslendingar voru í gær sæmdir heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid tóku á móti orðuhöfum, en þetta var í síðasta sinn sem Guðni afhenti orðuna.
Orðuhafarnir voru þau Dísella Lárusdóttir óperusöngkona, Eiríkur Jónsson yfirlæknir, Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, Guðrún Hildur Rosenkjær, klæðskeri og sagnfræðingur, Jóna Dóra Karlsdóttir, stofnandi og fyrrverandi formaður Nýrrar dögunar, Margrét Vilborg Bjarnadóttir, verkfræðingur og stofnandi PayAnalytics, Margrét Tómasdóttir, hjúkrunarfræðingur og fyrrverandi skátahöfðingi, Ómar Einarsson, fyrrverandi sviðsstjóri hjá Reykjavíkurborg, Rósa Björk Barkardóttir sameindalíffræðingur, Sigrún Steinarsdóttir Ellertsen, stofnandi og umsjónarmaður Matargjafa, Stefán Baldvin Sigurðsson, fyrrverandi háskólarektor, Svanur Ingvarsson, kennari og húsasmíðameistari, Þorvaldur Jónsson bóndi, Þór Sigfússon, stofnandi Sjávarklasans, Þórey S. Kemp Guðmundsdóttir íþróttakennari og Þórhallur Sigurðsson, leikari og leikstjóri.
Tveir af orðuhöfum, þær Dísella Lárusdóttir og Margrét Vilborg Bjarnadóttir, voru erlendis í gær og verða þær sæmdar orðunni við fyrsta tækifæri.