Vivek Murthy
Vivek Murthy
Samfélagsmiðlar eiga stóran þátt í umfangsmikilli geðheilbrigðiskreppu ungs fólks og ættu að fylgja þeim heilbrigðisviðvaranir líkt og á tóbaksvörum. Kemur þetta fram í grein landlæknis Bandaríkjanna, Vivek Murthy, sem birtist í The New York Times í gær

Samfélagsmiðlar eiga stóran þátt í umfangsmikilli geðheilbrigðiskreppu ungs fólks og ættu að fylgja þeim heilbrigðisviðvaranir líkt og á tóbaksvörum. Kemur þetta fram í grein landlæknis Bandaríkjanna, Vivek Murthy, sem birtist í The New York Times í gær.

Skrifaði Murthy að ef eytt væri þremur klukkustundum á dag á samfélagsmiðlum gæti það tvöfaldað áhættu á kvíða- og þunglyndiseinkennum ungs fólks. Bætti hann þá við að meðaltími fólks á samfélagsmiðlum hefði verið nær fimm klukkustundum sumarið 2023.

„Viðvörunarmerki landlæknis, sem krefst aðgerða þingsins, myndi minna foreldra og ungt fólk á að samfélagsmiðlar hafi ekki reynst öruggir,“ skrifaði Murthy og nefndi að varúðarmerki líkt og á tóbaksvörum gæti aukið meðvitund og breytt hegðun fólks.