Ísland sigraði Norður-Makedóníu, 32:29, í úrslitaleik á alþjóðlegu móti U20 ára kvenna í handbolta í Skopje í Norður-Makedóníu í fyrrakvöld. Íslensku stúlkurnar höfðu áður sigrað Rúmeníu og Síle. Elín Klara Þorkelsdóttir var markahæst með 8 mörk,…
Ísland sigraði Norður-Makedóníu, 32:29, í úrslitaleik á alþjóðlegu móti U20 ára kvenna í handbolta í Skopje í Norður-Makedóníu í fyrrakvöld. Íslensku stúlkurnar höfðu áður sigrað Rúmeníu og Síle. Elín Klara Þorkelsdóttir var markahæst með 8 mörk, Katrín Anna Ásmundsdóttir skoraði 5 og Rakel Oddný Guðmundsdóttir 4. Ethel Gyða Bjarnasen varði 13 skot. Heimsmeistaramót U20 ára hefst í Skopje á morgun og Ísland mætir þar Angóla í fyrsta leik.