„Stærsta hættan sem steðjaði að landnámsmönnum var ekki endilega óblíð náttúran heldur aðrir menn.“ (Ólafía, rit Fornleifafræðingafélags Íslands 2007.) Þeim stafaði hætta af öðrum mönnum
„Stærsta hættan sem steðjaði að landnámsmönnum var ekki endilega óblíð náttúran heldur aðrir menn.“ (Ólafía, rit Fornleifafræðingafélags Íslands 2007.) Þeim stafaði hætta af öðrum mönnum. Með öðrum orðum: hættan vofði yfir þeim og þeim var hætta búin. Hún steðjaði að þeim og þeim stafaði hætta af löndum sínum. Vel að merkja.