Sumardagskrá Jazzklúbbsins Múlans hefst með tónleikum feðginanna Unu Stef söngkonu og Stefáns S. Stefánssonar saxófónleikara í kvöld, 19. júní, kl. 20, á Björtuloftum Hörpu. Munu þau kynna efni af nýrri hljómplötu með tónlist og textum Stefáns, sem Una syngur, en platan ber titilinn Hús númer eitt

Sumardagskrá Jazzklúbbsins Múlans hefst með tónleikum feðginanna Unu Stef söngkonu og Stefáns S. Stefánssonar saxófónleikara í kvöld, 19. júní, kl. 20, á Björtuloftum Hörpu. Munu þau kynna efni af nýrri hljómplötu með tónlist og textum Stefáns, sem Una syngur, en platan ber titilinn Hús númer eitt. „Melódískur djass með einstaka snúning“ er tónlistin sögð í tilkynningu en feðginin munu segja sögur af tilurð laganna og deila skemmtilegum minningum.