Tæp­lega fimm­tíu leigu­bílstjór­ar eiga yfir höfði sér kær­ur eft­ir viðamikið eftirlit lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu með leigubílum í miðborginni um helgina. Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir lögregluna ekki hafa átt von á að atvikin yrðu svona mörg

Tæp­lega fimm­tíu leigu­bílstjór­ar eiga yfir höfði sér kær­ur eft­ir viðamikið eftirlit lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu með leigubílum í miðborginni um helgina.

Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir lögregluna ekki hafa átt von á að atvikin yrðu svona mörg.

„Það sem kom okkur kannski mest á óvart er að menn skuli vera að keyra án leyfis, við reiknuðum með að það væri ekki, og hvað þá að blílarnir væru ekki skráðir sem leigubílar,“ segir Unnar og útskýrir að þar fyrir utan hafi verið um smávægileg atriði að ræða. Hann segir þó mikið verk fyrir höndum því lögreglan náði einungis tali af 105 leyfishöfum til leigubílaaksturs en þeir eru yfir 900 talsins.

Daní­el O. Ein­ars­son, formaður Frama – fé­lags leigu­bíl­stjóra, seg­ir þann fjölda kæra sem tug­ir leigu­bíl­stjóra eiga yfir höfði sér eft­ir eft­ir­lit lög­regl­unn­ar ekki mikinn. Hlutfallið sé ekki hátt miðað við stærð markaðarins hér á landi.

Til útskýringar segir Daníel þetta afleiðingu þess hve frjáls markaðurinn er orðinn. „Menn þekkja ekki um­hverfið og þekkja ekki regl­urn­ar, þeir eru bún­ir að fara í gegn­um nám­skeið og taka prófið en það hef­ur ekk­ert raun­færni­mat farið fram og þeir hafa ekk­ert starfs­nám að baki. Þeim kannski bara finnst allt í lagi að taka prófið og gleyma síðan því sem prófið sner­ist um. Fara svo að vinna og fara ekki að regl­um.“