Rekstur Brauðs og co ehf. skilaði hagnaði í fyrra, í fyrsta skipti frá árinu 2018. Hagnaðurinn nam 14,2 milljónum króna en til samanburðar nam tapið árið áður 7,3 milljónum. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins fyrir árið 2023
Rekstur Brauðs og co ehf. skilaði hagnaði í fyrra, í fyrsta skipti frá árinu 2018. Hagnaðurinn nam 14,2 milljónum króna en til samanburðar nam tapið árið áður 7,3 milljónum.
Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins fyrir árið 2023.
Rekstrartekjur félagsins námu um 1,2 milljörðum króna í fyrra og hækkuðu um rúmar 230 milljónir króna á milli ára. Rekstrarhagnaður fyrir skatta og fjármagnsliði nam í fyrra um 82 milljónum króna og jókst um rúmar 20 milljónir króna á milli ára. Í árslok nam eigið fé félagsins 58 milljónum króna en eignir um 232 milljónum króna.