Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörður í handknattleik, er genginn til liðs við pólska stórliðið Wisla Plock og hefur samið við félagið til eins árs. Hann kveður þar með franska félagið Nantes sem hann hefur leikið með undanfarin tvö ár
Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörður í handknattleik, er genginn til liðs við pólska stórliðið Wisla Plock og hefur samið við félagið til eins árs. Hann kveður þar með franska félagið Nantes sem hann hefur leikið með undanfarin tvö ár. Wisla er pólskur meistari en liðið vann árlegt einvígi við Kielce, lið Hauks Þrastarsonar, um meistaratitilinn í vor og Wisla leikur enn fremur í Meistaradeild Evrópu á komandi keppnistímabili.