Sýning með yfirskriftinni Purrlesque verður haldin í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld, miðvikudagskvöldið 19. júní, kl. 21. Þar mun fjölbreytt listafólk sýna atriði af ýmsu tagi sem tengjast köttum á einn eða annan hátt. „Purrlesque býður því upp á eitthvað fyrir alla; burlesque, pole, drag, trúðalæti, grín og glens,“ eins og segir í tilkynningu.
Purrlesque er góðgerðarsýning til styrktar dýraverndunarfélaginu Villiköttum en hún er hluti af hátíðinni Reykjavík Fringe. Nánari upplýsingar um viðburðinn, sem og dagskrá Fringe-hátíðarinnar í heild, má finna á vefnum rvkfringe.is.