Samkvæmt tölum Þjóðskrár Íslands hefur erlendum ríkisborgurum á Íslandi fjölgað um 57% síðan í byrjun desember 2019. Það er að segja úr 49.347 í 77.321. Samsvarar fjölgunin, 27.974 manns, nærri íbúafjölda Hafnarfjarðar.
Þetta má ráða af tölum Þjóðskrár Íslands en fjallað er um fjölgun erlendra ríkisborgara í Morgunblaðinu í dag. Þar er meðal annars fjallað um nokkurt misræmi í tölum Þjóðskrár Íslands og áætlunar fjármálaráðuneytis um íbúafjöldann.
Tölur um aðflutninginn leiða ýmislegt áhugavert í ljós. Meðal annars að hér búa nú samtals um 44.400 manns frá Póllandi, Litháen, Rúmeníu, Úkraínu og Lettlandi.
Aðflutningur Palestínumanna á sinn þátt í íbúafjölgun á Íslandi. Þannig bjuggu 45 Palestínumenn hér á landi hinn 1. desember 2019 en 682 hinn 1. maí síðastliðinn. Það er ríflega fimmtánföldun.
Flestir innflytjendur koma frá Evrópu. » 4