Anton segir að netöryggismál séu komin á dagskrá ráðamanna.
Anton segir að netöryggismál séu komin á dagskrá ráðamanna. — Morgunblaðið/Eyþór
Anton Már Egilsson, forstjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis, segir að orðspor félagsins sé gott á alþjóðamarkaði. „Við höfum unnið fyrir mjög stóra aðila og aðstoðum reglulega Fortune 500-fyrirtæki [listi 500 tekjuhæstu fyrirtækja Bandaríkjanna ár hvert

Anton Már Egilsson, forstjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis, segir að orðspor félagsins sé gott á alþjóðamarkaði.

„Við höfum unnið fyrir mjög stóra aðila og aðstoðum reglulega Fortune 500-fyrirtæki [listi 500 tekjuhæstu fyrirtækja Bandaríkjanna ár hvert. Útsk. blm.] Þessi bransi byggist mikið á orðspori,“ segir hann.

Anton tekur dæmi af risafyrirtæki í viðskiptavinahópi Syndis.

„Við vorum fengin til að hakka Dropbox-gagnageymslufyrirtækið. Þeir sögðu síðan frá verkefninu opinberlega og við nutum góðs af þeirri umfjöllun.“

Anton segir að Syndis og Dropbox séu áfram í góðu sambandi.

„Öryggisstjórar í fyrirtækjum sem við erum í viðskiptum við segja öðrum frá ef þeir eru ánægðir með þjónustuna. Það er gaman að vinna fyrir stór og þekkt nöfn eins og Dropbox. Það lyftir upp andanum á vinnustaðnum.“

Anton segir að netöryggismál séu orðin framarlega á lista þegar ráðamenn landa hittast á fundum.

„Þetta er orðið eitt af stóru málunum. Það er iðulega á dagskrá íslenska utanríkisráðherrans þegar hann fundar með erlendum kollegum sínum. Við erum í Atlantshafsbandalaginu og erum því mögulegt skotmark eins og aðrir.“

Um framtíðina segir Anton að með sókn inn á Norðurlandamarkað ætli fyrirtækið sér á næstu fjórum árum að fimmfalda tekjurnar. Það séu metnaðarfullt markmið en fyllilega raunsæ.