— Morgunblaðið/Eggert
Slökkvilið Grindavíkur greip til þess ráðs í gærkvöldi að kæla hraun með vatnsflaumi, eftir að minniháttar hrauntaumur náði að teygja sig yfir varnargarð við Sýlingarfell í nágrenni Svartsengis. Voru jarðýtur notaðar til þess að styrkja…

Slökkvilið Grindavíkur greip til þess ráðs í gærkvöldi að kæla hraun með vatnsflaumi, eftir að minniháttar hrauntaumur náði að teygja sig yfir varnargarð við Sýlingarfell í nágrenni Svartsengis. Voru jarðýtur notaðar til þess að styrkja varnargarðinn, en ekki var talin mikil hætta á ferðum, þar sem hraunflæðið var hægt. Þá voru tveir slökkvibílar frá Isavia fengnir til þess að aðstoða við aðgerðirnar, en þetta er í fyrsta sinn frá því í Vestmannaeyjagosinu árið 1973 sem gripið er til hraunkælingar hér á landi.