Þónokkur orð eru svo að segja föst í fleirtölu – í föstum orðasamböndum, og sjást nær ekki í eintölu þótt hún sé til. Þeirra á meðal er vænd, sem þýðir von. Öllum er því óhætt að segja „Nú er mikil hátíð í vænd“ og sleppa -um;…
Þónokkur orð eru svo að segja föst í fleirtölu – í föstum orðasamböndum, og sjást nær ekki í eintölu þótt hún sé til. Þeirra á meðal er vænd, sem þýðir von. Öllum er því óhætt að segja „Nú er mikil hátíð í vænd“ og sleppa -um; þurfa bara að geta staðið í lappirnar því nokkuð er síðan nútíminn hrakti eintöluna út fyrir túngarð.