Baritón Ólafur Kjartan Sigurðarson.
Baritón Ólafur Kjartan Sigurðarson. — Morgunblaðið/Eggert
Ólafur Kjartan Sigurðarson óperusöngvari verður staðarlistamaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands starfsárið 2024-2025 og mun syngja á þrennum tónleikum með hljómsveitinni. Ólafur kemur fram á fyrstu áskriftartónleikum starfsársins hinn 5

Ólafur Kjartan Sigurðarson óperusöngvari verður staðarlistamaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands starfsárið 2024-2025 og mun syngja á þrennum tónleikum með hljómsveitinni.

Ólafur kemur fram á fyrstu áskriftartónleikum starfsársins hinn 5. september og syngur valdar Wagner-aríur. Í sömu viku gefst áhugasömum tækifæri til að kynnast hinni hliðinni á Ólafi á opinni kynningu í Norðurljósum. Blásið verður til Óperuveislu 3. og 4. apríl á næsta ári þar sem Ólafur Kjartan fær til sín góða gesti og þenur raddböndin. Klassíkin okkar verður svo haldin núna 30. ágúst og þá kemur Ólafur fram sem einsöngvari í „Óðnum til gleðinnar“ eftir Beethoven.