Sextán ára gamall unglingspiltur hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps. Veittist hann að þrítugum karlmanni af erlendum uppruna með hnífi á Austurvelli í júní 2023. Stakk hann manninn m.a. í andlit og kvið
Sextán ára gamall unglingspiltur hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps. Veittist hann að þrítugum karlmanni af erlendum uppruna með hnífi á Austurvelli í júní 2023. Stakk hann manninn m.a. í andlit og kvið. Þolandi hlaut lífshættulega og skaðlega áverka til framtíðar. Málið var þingfest í gær í Héraðsdómi Reykjavíkur.