Þorlákshöfn Ólafur Björn Gunnlaugsson styrkir lið Þórsara.
Þorlákshöfn Ólafur Björn Gunnlaugsson styrkir lið Þórsara. — Ljósmynd/Þór
Körfuboltamaðurinn Ólafur Björn Gunnlaugsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Þór í Þorlákshöfn. Hann kemur þangað frá bandaríska háskólaliðinu Potter's House Christian Academy þar sem hann hefur leikið í fjögur ár

Körfuboltamaðurinn Ólafur Björn Gunnlaugsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Þór í Þorlákshöfn. Hann kemur þangað frá bandaríska háskólaliðinu Potter's House Christian Academy þar sem hann hefur leikið í fjögur ár. Ólafur er 22 ára bakvörður, 2,02 metrar á hæð og uppalinn í Val og lék með ÍR og Tindastóli en var einnig um skeið hjá Bonn í Þýskalandi. Hann var lykilmaður í U20 ára landsliðinu sem vann sér sæti í A-deild EM árið 2022.