Jóhanna Elín Guðmundsdóttir náði bestum árangri af Íslendingunum þremur sem kepptu í undanrásum á Evrópumótinu í sundi í 50 metra laug í Belgrad í gærmorgun.
Jóhanna varð í 25. sæti af 32 keppendum í 50 metra flugsundi kvenna en hún synti á 27,99 sekúndum.
Símon Elías Statkevicius varð í 67. sæti af 87 keppendum í 100 metra skriðsundi karla en hann náði sínum besta tíma í greininni, 51,51 sekúndu.
Birgitta Ingólfsdóttir varð í 32. sæti af 33 keppendum í 100 metra bringusundi kvenna á 1:15,34 mínútum en hún skarst á fæti í upphitun fyrir sundið og harkaði af sér til að ljúka keppni.
Anton Sveinn McKee keppir í 200 metra bringusundi í dag og Snæfríður Sól Jórunnardóttir í 200 metra skriðsundi.