Nýja verslunin er hönnuð með sjálfsafgreiðslu og góða þjónustu í huga.
Nýja verslunin er hönnuð með sjálfsafgreiðslu og góða þjónustu í huga. — Ljósmynd/Jóndís Hinriksdóttir
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Verslanirnar Johan Rönning, Vatn & veitur og Ísleifur héldu vel heppnaða opnunarhátíð á Akureyri í síðustu viku, þar sem fagfólk á Norðurlandi fagnaði nýrri og glæsilegri 2.300 fermetra verslun sem er á Óseyri 1a

Verslanirnar Johan Rönning, Vatn & veitur og Ísleifur héldu vel heppnaða opnunarhátíð á Akureyri í síðustu viku, þar sem fagfólk á Norðurlandi fagnaði nýrri og glæsilegri 2.300 fermetra verslun sem er á Óseyri 1a. Viðburðurinn var afar vel sóttur en um 500 gestir mættu. Verslanirnar þrjár eru allar í eigu móðurfélagsins Fagkaupa.

Í hinni nýju verslun er ný nálgun tekin hvað varðar framsetningu vara fyrir rafbúnað og pípulagnir þar sem viðskiptavinir geta nálgast flestar vörur sjálfir. Verslunin er hönnuð með sjálfsafgreiðslu í huga þar sem fagfólk getur nýtt sér app til innkaupa. Samtímis er þó lögð áhersla á að fagleg þjónusta sé ætíð til staðar fyrir þá sem þess óska.

„Markaðurinn á Norðurlandi hefur verið vaxandi á undanförnum árum og hlökkum við til að kynna aukið vöruframboð og þjónustuleiðir fyrir viðskiptavini félaganna á Norðurlandi. Fagfólk sem þjónustar pípu- og raflagnir ætti að fá allar vörur fyrir sín verkefni í nýrri verslun en að auki geta hönnuðir og einstaklingar komið og kynnt sér glæsilegar útstillingar á hreinlætistækjum, ljósum og rafbúnaði,“ segir Óskar Gústavsson, framkvæmdastjóri Johan Rönning.

Hvað varðar aukna áherslu á sjálfsafgreiðslu í nýrri verslun segir hann eftirspurn eftir aukinni sjálfvirknivæðingu sannarlega til staðar. „Tími fagfólks er dýrmætur og oft vita þau nákvæmlega hvaða vörur vantar og hvar þær er að finna í verslun okkar. Sjálfsafgreiðsla styttir tíma verslunarferða viðskiptavina okkar þótt fagleg þjónusta sölufulltrúa verði þó ætíð til staðar fyrir þá sem þess óska.“