Franska leikkonan Anouk Aimee lést í gærmorgun, 92 ára. Í frétt AFP er Aimee sögð hafa hneppt heila kynslóð kvikmyndaunnenda í álög með myndinni A Man and A Woman (1966) eftir leikstjórann Claude Lelouch
Franska leikkonan Anouk Aimee lést í gærmorgun, 92 ára. Í frétt AFP er Aimee sögð hafa hneppt heila kynslóð kvikmyndaunnenda í álög með myndinni A Man and A Woman (1966) eftir leikstjórann Claude Lelouch. Fyrir frammistöðuna hlaut hún Óskarstilnefningu og verðlaun á Golden Globe-hátíðinni. Þá vakti hún einnig athygli fyrir hlutverk sín í myndunum La Dolce Vita og 8 1/2 eftir Federico Fellini og Lola eftir Jacques Demy sem allar komu út í byrjun sjöunda áratugarins.