— Morgunblaðið/María Matthíasdóttir
Herbert Guðmundsson kynnti nýja lagið sitt, Allt á uppleið, í þætti Heiðars Austmann, Íslenskri tónlist. Í þættinum gerir Heiðar íslenskri tónlist hátt undir höfði og má heyra nýja íslenska tóna hljóma virk kvöld á milli 18 og 22

Herbert Guðmundsson kynnti nýja lagið sitt, Allt á uppleið, í þætti Heiðars Austmann, Íslenskri tónlist. Í þættinum gerir Heiðar íslenskri tónlist hátt undir höfði og má heyra nýja íslenska tóna hljóma virk kvöld á milli 18 og 22. Herbert segir lagið hafa verið samið sérstaklega fyrir sig. „Ég var svo gæfusamur að þetta lag var samið sérstaklega fyrir mig af Birgi Steini Stefánssyni sem leitaði svo til föður síns, Stefáns Hilmarssonar, sem gerði texta við lagið,“ segir Herbert meðal annars í kynningunni við lagið. Lestu meira á K100.is.