Vönduð Gagnrýnendur hrífast af Snertingu eftir Baltasar Kormák.
Vönduð Gagnrýnendur hrífast af Snertingu eftir Baltasar Kormák. — Morgunblaðið/Ásdís
Nýjasta kvikmynd leikstjórans Baltasars Kormáks, Snerting, hefur verið vel sótt hér á landi frá því hún var frumsýnd í loks síðasta mánaðar. Hafa nú yfir 20 þúsund manns séð hana og gagnrýni verið jákvæð, innlend sem erlend

Nýjasta kvikmynd leikstjórans Baltasars Kormáks, Snerting, hefur verið vel sótt hér á landi frá því hún var frumsýnd í loks síðasta mánaðar. Hafa nú yfir 20 þúsund manns séð hana og gagnrýni verið jákvæð, innlend sem erlend.

Meðal þeirra erlendu miðla sem verið hafa á jákvæðum nótum er Variety sem hampar m.a. sýn tökumannsins Bergsteins Björgúlfssonar og fallegri litapallettu myndarinnar. Aðallleikkonan Koki þykir kraftmikil og full samúðar og seiglu og neistinn á milli þeirra Pálma Kormáks, sem fer með eitt af aðalhlutverkunum, þykir kveikja þann eld sem sé nauðsynlegur til að lyfta sögunni á æðra plan. Kvikmyndavefurinn The Wrap hrósar Baltasar fyrir vel unnið verk og segir að í myndinni megi sjá einlæg og heillandi augnablik tengd fjölskylduböndum og vináttu. The Hollywood Reporter er líka á jákvæðum nótum og segir myndina vel leikna og hrósar Sunnevu Ásu Weisshappel fyrir vandaða leikmyndahönnun og einnig búningahönnun Margrétar Einarsdóttur.