Norður ♠ K103 ♥ Á976 ♦ 8753 ♣ G3 Vestur ♠ ÁG75 ♥ D ♦ KD64 ♣ Á986 Austur ♠ D92 ♥ 32 ♦ Á1092 ♣ 10542 Suður ♠ 864 ♥ KG10854 ♦ G ♣ KD7 Suður spilar 4♥

Norður

♠ K103

♥ Á976

♦ 8753

♣ G3

Vestur

♠ ÁG75

♥ D

♦ KD64

♣ Á986

Austur

♠ D92

♥ 32

♦ Á1092

♣ 10542

Suður

♠ 864

♥ KG10854

♦ G

♣ KD7

Suður spilar 4♥.

Þeir voru sammála um það kaffifélagarnir að skiptingin lægi nokkurn veginn fyrir strax í fyrsta slag. „En það þarf að hugsa málið til að komast að réttri niðurstöðu,“ sagði Óskar ugla og kom þar inn á viðkvæmt mál í spilaheiminum – upplýsandi umhugsun. Suður opnar á 2♥, vestur doblar, og norður segir 4♥. Allir pass og tígulkóngur út.

Á opnu borði er augljóst að vörnin þarf að skipta yfir í spaða í öðrum slag. Austur er í góðri aðstöðu til að finna þá vörn, því vestur hefði varla doblað 2♥ með fimmlit í spaða. Austur ætti því að yfirdrepa tígulkóng og spila litlum spaða. En það tekur tíma að komast að þessari niðurstöðu og tími er upplýsingar.

„Ekki vill maður transa og setja svo tíuna í slaginn,“ sagði uglan og Magnús mörgæs kinkaði kolli til samþykkis: „Nei, það væri siðlaust.“