Frakkar Gyðingahatri mótmælt.
Frakkar Gyðingahatri mótmælt.
Frönsk yfirvöld hafa ákært þrjá táninga fyrir hatursorðræðu, ofbeldisbrot og líflátshótanir í garð 12 ára stúlku af gyðingaættum. Tveir af þeim eru ákærðir fyrir að hafa nauðgað henni. AFP greinir frá

Frönsk yfirvöld hafa ákært þrjá táninga fyrir hatursorðræðu, ofbeldisbrot og líflátshótanir í garð 12 ára stúlku af gyðingaættum. Tveir af þeim eru ákærðir fyrir að hafa nauðgað henni. AFP greinir frá.

Ofbeldið hefur leitt til aukinnar spennu í samfélagi gyðinga í aðdraganda þingkosninga, þar sem líkur eru á að öfgahægriþjóðfylkingin (RN) komist til valda í fyrsta sinn. Frakkland er þriðja fjölmennasta gyðingasamfélag í heiminum og hvergi í Evrópu búa fleiri múslimar. Gyðingahatur hefur farið vaxandi þar í landi í kjölfar hryðjuverkaárásar Hamas á suðurhluta Ísraels 7. október sl. og hefndaraðgerða Ísraelshers á Gasa í kjölfarið. Hafa tilkynningar um gyðingahatur þrefaldast á fyrstu mánuðum þessa árs, borið saman við sama tíma í fyrra.