Lilja Dögg Alfreðsdóttir
Lilja Dögg Alfreðsdóttir
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, boðar átak í markaðssetningu fyrir ferðamenn. Kostnaðurinn mun hlaupa á hundruðum milljóna króna. Lilja segir tillöguna liggja fyrir ríkisfjármálanefnd en hún kveðst hafa verið að vinna…

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, boðar átak í markaðssetningu fyrir ferðamenn. Kostnaðurinn mun hlaupa á hundruðum milljóna króna.

Lilja segir tillöguna liggja fyrir ríkisfjármálanefnd en hún kveðst hafa verið að vinna síðustu þrjá mánuði, ásamt Ferðamálastofu og Íslandsstofu, að þessu verkefni. Hún vonast til þess að markaðssetningin hefjist sem fyrst. Ferðamála­stofa hef­ur upp­fært spá sína um fjölda ferðamanna á ár­un­um 2024 til 2026. Upp­færð spá ger­ir ráð fyr­ir færri ferðamönn­um en í árs­byrj­un.