Osme Meðlimir hljómsveitarinnar.
Osme Meðlimir hljómsveitarinnar. — Ljósmynd/Thoracius Appotite
Hljómsveitin Osme heldur 12 klukkutíma sumarsólstöðutónleika á Innsævi, menningar- og listahátíð Fjarðabyggðar, á morgun, 21. júní. Tónleikarnir fara fram í Sköpunarmiðstöðinni Stöðvarfirði, frá klukkan 12 á hádegi til miðnættis

Hljómsveitin Osme heldur 12 klukkutíma sumarsólstöðutónleika á Innsævi, menningar- og listahátíð Fjarðabyggðar, á morgun, 21. júní. Tónleikarnir fara fram í Sköpunarmiðstöðinni Stöðvarfirði, frá klukkan 12 á hádegi til miðnættis.

„Osme er nýleg hljómsveit og kennir sig við stefnu sem þeir kalla hugleiðsluþungarokk og hafa hingað til spilað ferna tónleika og voru þeir fyrstu á Norðanpaunki á Laugarbakka þar sem Osme opnaði hátíðina í ágúst 2023. Meðlimir Osme hafa verið viðloðandi tónlist í nokkra áratugi og leggja mikið upp úr sviðsframkomu og tilfinningu í allri sinni framsetningu og flæði. Hljómsveitina skipa þeir Benedikt Reynisson, Helgi Örn Pétursson og Þórður Bjarki Arnarson og hefur hún einnig haldið tónleika í Elliðaárstöð, Smekkleysu og R6013,“ segir í tilkynningu.

Þessi gjörningur krefst mikils úthalds og undirbúnings og verður öðru tónlistarfólki úr Fjarðabyggð boðið að vera með. Gestum er frjálst að koma og fara að vild en aðgangur er ókeypis.