Evrópa Pablo Punyed og félagar í Víkingi taka þátt í Evrópukeppni.
Evrópa Pablo Punyed og félagar í Víkingi taka þátt í Evrópukeppni. — Morgunblaðið/Óttar Geirsson
Víkingur úr Reykjavík mun mæta Sparta Prag frá Tékklandi í 2. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu karla ef liðið vinnur Shamrock Rovers frá Írlandi í 1. umferð. Dregið var í 2. umferð í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss í gær

Víkingur úr Reykjavík mun mæta Sparta Prag frá Tékklandi í 2. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu karla ef liðið vinnur Shamrock Rovers frá Írlandi í 1. umferð.

Dregið var í 2. umferð í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss í gær. Sig­ur í 1. um­ferðinni gegn Shamrock trygg­ir Vík­ing­um jafn­framt a.m.k. sæti í 3. um­ferð undankeppni Evr­ópu­deild­ar og um leið úr­slita­leik um sæti í riðlakeppni Evr­ópu­deild­ar eða Sam­bands­deild­ar, en það er ná­kvæm­lega sú leið sem Breiðablik fór í fyrra.

Ef Vík­ing­ar tapa fyr­ir Shamrock Rovers fær­ast þeir yfir í 2. um­ferð undan­keppni Sam­bands­deild­ar og mæta þá tapliðinu úr ein­vígi Borac Banja Luka frá Bosníu og Hersegóvínu og Egnatia frá Albaníu í 1. umferð undankeppni Meistaradeildar, en einnig var dregið í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildar í gær.

Valur mætir skoska liðinu St. Mirren í 2. umferð Sambandsdeildarinnar ef liðið vinnur Vllaznia frá Albaníu í 1. umferðinni.

Valsmenn hefðu getað mætt FC Köbenhavn, þar sem Orri Steinn Óskarsson og Rúnar Alex Rúnarsson spila, eða Go Ahead Eagles, þar sem Willum Þór Willumsson spilar.

Breiðablik mætir Drita frá Kósovó í 2. umferð ef liðinu tekst að slá út Tikvesh frá Norður-Makedóníu í 1. umferðinni.

Stjarnan mætir þá Bala Town frá Wales eða Paide Linna­mees­kond frá Eistlandi í 2. umferð ef liðinu tekst að vinna Linfield frá Norður-Írlandi í 1. umferð.