Gunnar segir að síðastliðin 15 ár hafi Ísland verið eftirbátur Norðurlanda þegar kemur að samkeppnishæfni ríkja. Ef staðan er skoðuð að jafnaði rekur Ísland lestina í öllum undirþáttum. „Við erum helst á eftir þeim í efnahagslegri stöðu sem…

Gunnar segir að síðastliðin 15 ár hafi Ísland verið eftirbátur Norðurlanda þegar kemur að samkeppnishæfni ríkja. Ef staðan er skoðuð að jafnaði rekur Ísland lestina í öllum undirþáttum.

„Við erum helst á eftir þeim í efnahagslegri stöðu sem snýr að alþjóðafjárfestingum, alþjóðaviðskiptum, innlendum efnahag og þess háttar. Skilvirkni hins opinbera mælist einnig lægri en annars staðar á Norðurlöndum og það er áhyggjuefni,“ segir Gunnar.

Þá væri að sögn Gunnars t.d. hægt að samræma regluverkið því sem þekkist á Norðurlöndunum. Þannig mætti stuðla að aukinni samkeppnishæfni og tryggja að leikreglur séu samræmdar milli markaða, sem liðkar fyrir viðskiptum milli ríkja. Framkvæmd eftirlitsstofnana og túlkun þeirra á leikreglum getur einnig haft mikið að segja um samkeppnishæfni íslands. Það sé verulegt áhyggjuefni að stofnanir gangi lengra en þörf er á og mæli jafnvel gegn samræmingu regluverks við aðrar þjóðir.

Ísland er einnig örlítið aftar en nágrannarnir í samkeppnishæfi atvinnulífsins eða um 4 sætum neðar. Þá erum við líka 6 sætum neðar en hin norrænu löndin í samfélagslegum innviðum en það er sá flokkur sem Ísland hefur yfirleitt staðið vel að vígi í.