„Bæði kemur til greina að rita hafa hraðan á og hafa hraðann á (þ.e. flýta sér) þar sem ekki er hægt að skera úr um hvort um er að ræða lýsingarorðið hraður eða nafnorðið hraði“ segir í…

„Bæði kemur til greina að rita hafa hraðan á og hafa hraðann á (þ.e. flýta sér) þar sem ekki er hægt að skera úr um hvort um er að ræða lýsingarorðið hraður eða nafnorðið hraði“ segir í Málfarsbankanum. Öðru máli gegnir um að eiga á brattann að sækja (þ.e. eiga í erfiðleikum). Þar er nafnorðið eitt: bratti.