Nafn Frá Patreksfirði í Vesturbyggð.
Nafn Frá Patreksfirði í Vesturbyggð.
Samþykkt var á fundi bæjarstjórnar sameinaðs sveit­ar­fé­lags Tálkna­fjarð­ar­hrepps og Vest­ur­byggðar í gær að sveit­ar­fé­lagið skuli heita Vest­ur­byggð. Er niðurstaðan í anda skoðanakönnunar meðal íbúa í vor, þar sem Vesturbyggð hlaut yfirgnæfandi meirihluta atkvæða, eða um 90%

Samþykkt var á fundi bæjarstjórnar sameinaðs sveit­ar­fé­lags Tálkna­fjarð­ar­hrepps og Vest­ur­byggðar í gær að sveit­ar­fé­lagið skuli heita Vest­ur­byggð. Er niðurstaðan í anda skoðanakönnunar meðal íbúa í vor, þar sem Vesturbyggð hlaut yfirgnæfandi meirihluta atkvæða, eða um 90%.

Fyrst var kallað eftir tillögum frá íbúum um nýtt nafn. Þar var Vesturbyggð einnig efst á blaði. Örnefnanefnd mælti síðan með sjö nöfnum sem var kosið um í vor. Það voru nöfnin Barðsbyggð, Kópsbyggð, Látrabyggð, Látrabjargsbyggð, Suðurfjarðabyggð, Tálknabyggð og Vesturbyggð.