Evrópuleikir íslenskra knattspyrnuliða karlamegin fara alltaf að rúlla í byrjun júlí en fullt af tækifærum er fyrir íslensk lið í Evrópu. Mikið fé berst þeim liðum sem komast áleiðis í Evrópukeppnum og græddu Blikar stóra upphæð með því að komast í Sambandsdeildina í fyrra

Jökull Þorkelsson

jokull@mbl.is

Evrópuleikir íslenskra knattspyrnuliða karlamegin fara alltaf að rúlla í byrjun júlí en fullt af tækifærum er fyrir íslensk lið í Evrópu.

Mikið fé berst þeim liðum sem komast áleiðis í Evrópukeppnum og græddu Blikar stóra upphæð með því að komast í Sambandsdeildina í fyrra.

Íslandsmeistarar hvers árs eiga langbestu möguleikana á að ná langt. Þeir fara í 1. umferð undankeppni Meistaradeildarinnar á meðan hin þrjú liðin sem fara einnig til Evrópu fara í 1. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar.

Eins og Blikar kenndu okkur í fyrra er nauðsynlegt að vinna leikinn í 1. umferð til þess að ná sem mestum árangri, Breiðablik vann einmitt Shamrock Rovers í fyrra og komst langt þess vegna.

Sigur í fyrstu umferð er svo mikilvægur því að þá verða möguleikarnir svo margir. Ef Víkingar vinna Shamrock fara þeir í aðra umferð undankeppni Meistaradeildarinnar og mæta Sparta Prag frá Tékklandi.

Ef Víkingar vinna stórliðið frá Prag eru þeir öryggir í Sambandsdeildina og í úrslitaleik um Evrópudeildina.

Ef Víkingur tapar þeim leik þá tryggir liðið sér samt sæti í 3. umferð Sambandsdeildarinnar og um leið úrslitaleik um sæti í riðlakeppni Evrópudeildar eða Sambandsdeildar, fer eftir því hvernig leikurinn í 3. umferð fer.

Miðað við einvígi Breiðabliks gegn Shamrock Rovers í fyrra er hægt að segja að möguleikar Víkings séu miklir. Það er skemmtilegt að fá svona mikilvægt einvígi snemma í sumar sem ætti að kveikja í stuðningsmönnum Víkinga sem og öðrum. Vonandi stenst Fossvogsliðið pressuna líkt og Blikarnir gerðu.