— Morgunblaðið/Eggert
Glatt var á hjalla á veitingastaðnum Fjallkonunni í miðborg Reykjavíkur síðdegis í gær er haldið var upp á kvenréttindadaginn 19. júní. Kvenréttindafélag Íslands og brugghúsið Lady Brewery stóðu fyrir viðburðinum Skálað fyrir konum! Skálað var fyrir …

Glatt var á hjalla á veitingastaðnum Fjallkonunni í miðborg Reykjavíkur síðdegis í gær er haldið var upp á kvenréttindadaginn 19. júní. Kvenréttindafélag Íslands og brugghúsið Lady Brewery stóðu fyrir viðburðinum Skálað fyrir konum! Skálað var fyrir því að konur á Íslandi fengu kosningarétt 19. júní árið 1915. Einnig var fagnað útgáfu ársrits Kvenréttindafélagsins, sem kom út í 73. sinn í gær. Fleiri viðburðir voru í gær, m.a. þegar blómsveigur var lagður að leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í Hólavallakirkjugarði. » 2