Fimm Elín Klara Þorkelsdóttir var næstmarkahæst í liði Íslands með fimm mörk í sigrinum á Angóla. Næsti leikur er gegn N-Makedóníu á morgun.
Fimm Elín Klara Þorkelsdóttir var næstmarkahæst í liði Íslands með fimm mörk í sigrinum á Angóla. Næsti leikur er gegn N-Makedóníu á morgun. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik skipað leikmönnum 20 ára og yngri hóf HM 2024 í aldursflokknum í Norður-Makedóníu á sterkum sigri gegn Afríkumeisturum Angóla, 24:19, í gær. Ísland er þar með komið með tvö stig í H-riðlinum

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik skipað leikmönnum 20 ára og yngri hóf HM 2024 í aldursflokknum í Norður-Makedóníu á sterkum sigri gegn Afríkumeisturum Angóla, 24:19, í gær.

Ísland er þar með komið með tvö stig í H-riðlinum. Norður-Makedónía og Bandaríkin eru einnig í riðlinum og voru heimakonur yfir, 15:6, í leik þeirra þegar blaðið fór í prentun í gær.

Leikurinn í gær var jafn lengst af. Ísland byrjaði betur en Angóla var með yfirhöndina í fyrri hluta síðari hálfleiks. Á lokakaflanum reyndist íslenska liðið mun sterkara, skoraði fimm síðustu mörk leiksins og vann góðan fimm marka sigur.

Katrín Anna Ásmundsdóttir var markahæst í liði Íslands með sjö mörk. Elín Klara Þorkelsdóttir bætti við fimm mörkum og Embla Steindórsdóttir skoraði fjögur.

Markahæst í leiknum var Jorcela Tumba með 11 mörk fyrir Angóla.