Sýnir Hildigunnur Birgisdóttir.
Sýnir Hildigunnur Birgisdóttir. — Ljósmynd/Ólöf Kristín Helgadóttir
Hildigunnur Birgisdóttir opnar sýningu á vatnslitamyndum á kaffihúsinu Mokka í dag sem ber titilinn Innilegar hamingjuóskir með afmælisdaginn. „Hildigunnur er þekkt fyrir blæbrigðaríka listsköpun sem lítur gagnrýnum augum á hnattræn framleiðslu- og…

Hildigunnur Birgisdóttir opnar sýningu á vatnslitamyndum á kaffihúsinu Mokka í dag sem ber titilinn Innilegar hamingjuóskir með afmælisdaginn. „Hildigunnur er þekkt fyrir blæbrigðaríka listsköpun sem lítur gagnrýnum augum á hnattræn framleiðslu- og útflutningskerfi og á undarlegt lífshlaup varanna sem þau geta af sér. Í verkum sínum dregur Hildigunnur athygli að hinu smáa, einnota hlutunum sem gjarnan eru fjöldaframleiddir fylgihlutir neyslumenningar: umbúðum, verðmiðum, merkingum og upplýsingakerfum. Hún gefur þessum hlutum ný hlutverk, umbreytir virði þeirra og merkingu algerlega þannig að hægt sé að upplifa þá aftengda uppruna sínum,“ segir í tilkynningu. Þar er haft eftir Hildigunni að óheppilegar afurðir neysluhyggju séu efniviðurinn og manngerð kerfi áhöldin.