Efni Hin 17 ára Bergrós er bráðefnileg kraftlyftinga- og crossfitkona.
Efni Hin 17 ára Bergrós er bráðefnileg kraftlyftinga- og crossfitkona. — Morgunblaðið/Hallur Már
Kraftlyftinga- og crossfitkonan Bergrós Björnsdóttir sagði í Dagmálum að hún hefði verið „sorglega nálægt“ því að ná gullinu á HM 17 ára og yngri í ólympískum lyftingum í Perú á dögunum. Þar var hún búin að lyfta 115 kg í jafnhendingu í…

Kraftlyftinga- og crossfitkonan Bergrós Björnsdóttir sagði í Dagmálum að hún hefði verið „sorglega nálægt“ því að ná gullinu á HM 17 ára og yngri í ólympískum lyftingum í Perú á dögunum. Þar var hún búin að lyfta 115 kg í jafnhendingu í -71 kg flokki og átti bara eftir að loka fótstöðunni þegar ökklinn gaf sig og silfrið var niðurstaðan í samanlögðu. Í snörun lyfti Bergrós mest 88 kg og mest 110 kg í jafnhendingu, þar sem hún vann til bronsverðlauna í greininni.