Mark og Bryndís.
Mark og Bryndís.
Sýning á verkum Bryndísar Snæbjörnsdóttur og Marks Wilsons verður opnuð í Skaftfelli, listamiðstöð Austurlands, á morgun kl. 16. Nefnist hún Sjávarblámi og er Æsa Sigurjónsdóttir sýningarstjóri

Sýning á verkum Bryndísar Snæbjörnsdóttur og Marks Wilsons verður opnuð í Skaftfelli, listamiðstöð Austurlands, á morgun kl. 16. Nefnist hún Sjávarblámi og er Æsa Sigurjónsdóttir sýningarstjóri. „Hvaða hvalir koma til Íslands á sumrin? Hvernig birtist virðing mannsins fyrir hvalnum í sögu og samtíma?“ segir í tilkynningu og að slíkar spurningar hafi lengi heillað þau Bryndísi og Mark sem í verkum sínum rannsaki fjölþætt samskipti manna og dýra. Þau rifja upp heimildir um hvalreka á Íslandi og erlendis og skoða söguleg ummerki hvalveiða í Seyðisfirði.