— AFP
Róttækir náttúruverndarsinnar réðust að hinum sögufrægu steinum Stonehenge á Suður-Englandi með úðatækjum snemma í gær. Við það misstu steinarnir sinn hefðbundna gráa lit og urðu þess í stað appelsínugulir

Róttækir náttúruverndarsinnar réðust að hinum sögufrægu steinum Stonehenge á Suður-Englandi með úðatækjum snemma í gær. Við það misstu steinarnir sinn hefðbundna gráa lit og urðu þess í stað appelsínugulir. Róttæklingarnir voru þó blessunarlega ekki með spreybrúsa, að sögn lögreglu, heldur duftslökkvitæki sem innihélt m.a. litarefni.

Með þessum gjörningi sínum vilja náttúruverndarsinnarnir vekja athygli á skaðlegum áhrifum jarðefnaeldsneytis á umhverfið. Hvort það hafi tekist vel skal ósagt látið.

Hinn appelsínuguli litur vakti hins vegar athygli lögreglu sem brást mjög skjótt við og handtók róttæklingana. Eiga þeir yfir höfði sér ákæru fyrir skemmdarverk. Steinarnir gömlu verða svo settir í háþrýstibað. khj@mbl.is