Leki Reykkafarar á vettvangi.
Leki Reykkafarar á vettvangi. — Ljósmynd/Guðlaugur Albertsson
Störfum á vettvangi vegna ammoníaksleka við vélasal gamla frystihússins á Tálknafirði er lokið í bili. Ekki náðist að finna hvaðan lekinn kom en svæðið verður vaktað næstu tvo daga. „Við erum sum sé í þessum töluðu orðum að keyra af staðnum,…

Störfum á vettvangi vegna ammoníaksleka við vélasal gamla frystihússins á Tálknafirði er lokið í bili. Ekki náðist að finna hvaðan lekinn kom en svæðið verður vaktað næstu tvo daga.

„Við erum sum sé í þessum töluðu orðum að keyra af staðnum, vorum búnir að einangra lekann niður við eina vél og náðum að loka sitt hvorum megin, tappa þrýstingnum af og málið dautt. En það tekur náttúrlega þó nokkurn tíma fyrir ammóníakið að leysast alveg upp eða lyktina, en svæðið í kring er orðið hættulaust,“ sagði Davíð Rúnar Gunnarsson, slökkvistjóri í Vesturbyggð.

Orsök lekans lá ekki fyrir í gær.