Það er kvartað yfir fréttum, í erlendum fjölmiðlum, um leyfi til hvalveiða og sagt að „skaðinn sé skeður“, ímynd landsins löskuð og einhverjir hafi hótað að koma ekki til þessa voðalega lands

Það er kvartað yfir fréttum, í erlendum fjölmiðlum, um leyfi til hvalveiða og sagt að „skaðinn sé skeður“, ímynd landsins löskuð og einhverjir hafi hótað að koma ekki til þessa voðalega lands. Menn eru sem sagt viðkvæmir fyrir fréttum af þessu tagi, en er sama hvað heimkomnir ferðamenn segja af verðlagi hér sem kemur þó augljóslega meira við hinn almenna túrista en hvalagreyin.

Verðlag dagsins, sem bitnar nota bene líka á innfæddum, er líkara upptöku en skaplegri verslun og ekki bætir hátt gengi krónunnar. Þetta hvalveiðileyfi ætti ekki að vera frétt áhugafólki um hvali, sýna frekar þekkingarleysi en brennandi áhuga á málefninu.

Líklega er best úr því tíminn er hlaupinn frá útgerðarfélaginu að sleppa veiðum a.m.k. þetta árið og vita hvort mönnum líður þá betur. Það er hægt að reisa sér minnisvarða með ýmsu móti, ekki bara í brúarhönnun. Hvað er líklegra til að komast inn í samtímasöguna en að ganga milli bols og höfuðs á rótgróinni atvinnugrein með einu ráðherrapennastriki?

Sunnlendingur